Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Seðlabanki Belgíu - 81 svör fundust
Niðurstöður

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?

Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er afar umfangsmikil. Ritið telur rúmar 600 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Niðurstöður skýrslunnar eru því eins og gefur að skilja margvíslegar og verður hér aðeins stiklað á stóru. Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gj...

Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?

Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um frjálsa vöruflutninga?

Samningskaflinn um frjálsa vöruflutninga fellur að öllu leyti undir EES-samninginn. Ísland hefur því innleitt nær alla löggjöf kaflans og ekki að ætla að aðild mundu fylgja teljandi breytingar á þessu sviði. Í samningsafstöðunni samþykkir Ísland regluverk kaflans en fer jafnframt fram á tvær sérlausnir. Sú fyrri s...

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?

Ísland er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Með innri markaði er átt við frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki. Íslandi ber að fylgja samkeppnisreglum ESB, nema í sjávarútvegi og landbúnaði. Þar á meðal er bann við ríkisstyrkjum sem geta haft áhrif á við...

Hvað eru TAIEX-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Síðan sumarið 2010 hefur Íslandi staðið til boða svokölluð TAIEX-aðstoð Evrópusambandsins. Hún gengur fyrst og fremst út á að aðstoða umsóknarríki ESB við að undirbúa sig undir þær skuldbindingar sem aðild að Evrópusambandinu felur í sér. TAIEX snýst um að miðla starfsmönnum í stjórnsýslu umsóknarríkja nauðsynlegr...

Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?

Evrópusambandið áætlar að verja 1,4 milljónum evra í kynningarmál hér á landi yfir tveggja ára tímabil, eða rúmum 230 milljónum íslenskra króna á genginu í ágúst 2011. Umsjón verkefnisins var boðin út haustið 2010 og þann 11. ágúst 2011 var tilkynnt að samið hefði verið um verkið við fyrirtækin Media Consulta Inte...

Hver eru opinber tungumál Evrópusambandsins?

Í Evrópusambandinu eru þjóðtungur allra aðildarríkjanna 28, samtals 24 tungumál, skilgreindar sem opinber tungumál sambandsins. Þetta á að tryggja jafnræði íbúa aðildarríkjanna óháð því hvert móðurmál þeirra er. Í daglegum störfum innan stofnana og meðal starfsfólks sambandsins er að mestu stuðst við ensku og frön...

Mundi spilling á Íslandi aukast eða minnka með inngöngu í Evrópusambandið?

Ekki er hægt að svara því afdráttarlaust hvort spilling á Íslandi mundi aukast eða minnka með aðild að Evrópusambandinu. Það er fyrst og fremst undir Íslendingum sjálfum komið, óháð aðild að Evrópusambandinu, hvernig til tekst að vinna gegn spillingu hér á landi. Stofnun Íslandsdeildar Transparency International-s...

Hvert er hlutverk Herman Van Rompuy innan ESB?

Herman Van Rompuy hefur verið forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 1. janúar 2010. Hlutverk forseta er að undirbúa fundi leiðtogaráðsins, stjórna þeim og tryggja samfellu og samheldni í starfi ráðsins. Forsetinn hefur hvorki framkvæmda- né ákvörðunarvald og dagleg starfsemi ESB er áfram í höndum framkvæmdast...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin

Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...

Hvað er embættismannakvóti Evrópusambandsins og hvaða reglur gilda um hann?

Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...

Er spilling landlæg í Brussel?

Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: